top of page

FOLLOW ME:

  • Facebook Clean Grey
  • Twitter Clean Grey
  • Instagram Clean Grey

RECENT POSTS: 

SEARCH BY TAGS: 

No tags yet.

HAUST vertu velkomið!

Loksins, loksins, loksins! Hitinn fer lækkandi og gráu regnskýin eru búin að víkja í bili fyrir heiðskíru tæru lofti og glampandi sól. Fallega íslenska haustið er almennilega gengið í garð ásamt sinni dásemdar litadýrð. Reykjavík er umvafin í hlýju haustgulu, rauðu og brúnu litunum sem eru uppáhaldslitirnir mínir. Ég elska haustið á Íslandi, ekkert í heiminum jafnast á við það, og ég reyni eins og ég get að nýta dagana í útiveru. Sem dæmi fer ég út að hlaupa næstum daglega og hleyp alltaf sama 5 km hringinn þar sem útsýnið er sko ekki af verri endanum, enda tel ég að það skipti miklu máli að hlaupa í skemmtilegu umhverfi sem hvetur mann áfram. Ég hleyp alltaf í gegnum hljómskálagarðinn , framhjá tjörninni, hörpunni og með fram sjónum sem er uppáhaldsparturinn minn af hlaupinu. Ég get alveg gleymt stund og stað þegar ég hleyp þar, loftið er svo óvenju ferskt og útsýnið gullfallegt sama hvernig viðrar! Það er svo gott að eiga góðan hlaupabúnað , sérstaklega þegar fer að kólna og ég bý svo vel að því að eiga mikið af góðum hlaupafatnaði þar sem ég er svo heppin að fá afslátt hjá Nike. Í 22 ára afmælisgjöf fékk ég líka ótrúlega góða peysu frá 66 norður sem er ótrúlega gott að hlaupa í undir hlaupajakka og ég mun nota hana mikið í vetur þegar farið er að frysta úti. Góður hlaupalisti er líka ómissandi og ég reyni alltaf að breyta örlítið svona tvisvar í mánuði til að fá ekki algjört ógeð af lögunum. Listinn sem ég er með núna er mjög góður og ég mæli eindregið með þessum lögum til að ýta manni áfram :

Lose Yourself (Eminem)

Break Free (Ariana Grande)

Hideaway(Kiesza)

Gecko (Overdrive) (Becky Hill)

I wana dance with somebody ( Whitney Houston)

No Church in The Wild (Jay Z & Kanye West)

Bangarang ( Skrillex) beeesta pepp lag ever í lokasprettinum!

Ég byrjaði þennan laugardag á frískandi útihlaupi og eftir hádegi keyrði ég svo með Fransisku bestu vinkonu minni á Þingvelli. Við fórum að skoða fallegu haustlitina þar en á hverju ári síðan ég var lítil hef ég farið í dagsferð til Þingvalla einhvern fallegan haustdag. Litirnir þar eru einstaklega magnaðir og alltaf voða ljúft að koma.

blogg5.jpg

peysan góða innanundir léttan hlaupajakka frá Nike

blogg9.jpg
blogg8.jpg

Mögnuð fegurð við sjóin við ólíkt veðurfar

blogg2.jpg
blogg4.jpg

Vel búuð á Þingvöllum í föðurlandi frá 66 norður og rússaleðurjakka úr vintage búð í London

blogg3.jpg

xoxo, DJ


bottom of page