top of page

FOLLOW ME:

  • Facebook Clean Grey
  • Twitter Clean Grey
  • Instagram Clean Grey

RECENT POSTS: 

SEARCH BY TAGS: 

No tags yet.

Taking NY by a storm..

HELLO heimur, how is yah.

Ég er stödd hinum megin við hafið frá fjölskyldu og vinum og er að upplifa nýja og svona frekar framandi hluti að mínu mati. Þess vegna fannst mér tilvalið að skrifa aðeins um mitt daglega líf hér. Bæði fyrir mig til að muna, afþví ég get verið svo gleymin, og fyrir þá sem hafa áhuga að lesa.

Það hefur sumsé mjög margt á daga mína drifið árið 2015. Undanfarinn mánuð er ég búin að klára vorpróf í HÍ, verða fyrir bíl, fara til Vínarborgar, vera Eurovision áhorfandi og partur af teymi, flytja til New York, fara á Ed Sheeran tónleika, fara á útihátíð og sjá Drake, Florence & The Machine og Lönu Del Rey, læra ógeðslega mikið, væla svoldið af stressi, hlæja fullt og vera bæði í jafnvægi og ójafnvægi.

Sumarnámið í Columbia var ekki alveg það sem ég var að búast við en c'est la vie, alltaf að koma manni á óvart og fá mann til að stíga út fyrir þægindarrammann. Þetta er víst bara eins og hefðbundinn skólaönn nema bara þetta er um sumar og 95% af fólkinu sem er núna að læra eru nemendur sem eru líka í Columbia á veturna. Ég er í bekk eingöngu með krökkum sem eru venjulegir nemendur við Columbia og eru semsagt með 5% af klárustu krökkum in da USA. Þau eru ótrúlega keppnissöm og rooosalega dugleg að læra. Tímarnir eru ótrúlega krefjandi, það er rosalega mikið efni fyrir hvern tíma og kennararnir krefjast þess að við tjáum okkur mikið í tímunum og séum eins fræðileg og möguleiki er á. Það finnst mér rosalega erfitt, skólinn er bara rúmar 5 vikur og fyrir mig þá tekur það tíma að aðlagast og líða nógu vel með að tjá mig á ensku fyrir framan fólk sem talar eins og það sé búið að æfa í svona 5 klukkutíma hvert einasta orð sem kemur út úr þeim. Ég reyni samt alltaf að segja að minnsta kosti eitthvað eitt í hverjum einasta tíma bara til þess að kennarinn viti af tilvist minni og ég er alltaf með dúndrandi hjartslátt þegar ég tala haha. Í síðustu viku komst ég að því að ég hafði óvart valið áfanga sem er svona advanced fræðilegur áfangi sem byggir á ævaforni hefðbundinni Columbia skólahefð þar sem eins mikið efni og mögulegt er er skoðað með eins mikilli dýpt og tök eru á og er valáfangi bæði fyrir nemendur sem eru að klára BA og fyrir Mastersnemendur. Það var orðið of seint að breyta eða að skrá sig úr honum þannig ég er vissulega búin að demba mér út í einhverja dýpstu laug sem ég hef komið ofan í en vonum bara að ég haldi mér á floti út tímann minn hér.

Fólkið á campusinu er frekar mikið útaf fyrir sig og það virðist ríkja mjög mikil samkeppni á milli nemenda. Mér til mikillar óhamingju eru engin partý innan háskólasamfélagsins og það er víst bara eitthvað eitt Sorority sem ég hef ekki fengið boð í hehe, enda virðist það bara vera starfandi á veturna. Ég er ekki ennþá búin að eiga möguleika á að keppa í Beer Pong sem ég var búin að hlakka mikið til að gera, fólk hérna er meira að keppa í einkunnum en að eyða tímanum sínum í eitthvað annað sem kannski sumum finnst mikilvægt en öðrum ekki... Ég er samt með frábæran herbergisfélaga, hún heitir Rachel og er frá Georgia, ekta Southern girl og hún er ótrúlega skemmtileg og ég er super heppin með hana. Í gegnum hana er ég svo búin að kynnast annarri stelpu from the south, stelpu frá Mexikó og stelpu frá Suður Afríku. Svo í gegnum skólann er ég búin að kynnast vel einni stelpu frá Kólumbíu sem er super klár og góð og heitir Pamela. Hún er að læra við Columbia og hana langar að vinna fyrir UN í framtíðinni við eitthvað tengt Human Rights. Akkurat þessa vikuna eru mid terms og ég er soldið að farast úr stressi. Pamela er búin að hjálpa mér fullt og ég hef aldrei séð manneskju eins duglega að læra. Hún sagði mér að þetta væri rosa mikið stemmingin hér, hún upplifir New York borgina ekki mikið utan skólalóðarinnar því frítíminn fer aðallega í að læra uppá bókasafni og að vera í sífelldri keppni við sjálfa sig um að fá sem hæstar einkunnir til þess að komast í sem besta mastersnámið.

Morning Heights hverfið þar sem campusið er er yndislegt. Mjög afslappað og þæginlegt og heill hellingur af kaffihúsum, veitingastöðum og matarmarkuðum svo maður ætti ekki að verða svangur. Vesturhluti (held ég) Central Park er svona 10 mínútum í burtu og það er mega næs að skokka hring þar í hring, gera jóga þar og fara í sólbað þegar það er sól en ekki rigning. Á þriðjudag fyrir viku fór ég á minn fyrsta Base Ball game. Fyrst fór ég á hardrock og fékk mér vængi og bjór og svo beint á leikinn að hvetja mína menn Yankees! Það var ótrúlega gaman þó að ég skilji nákvæmlega ekkert meira í base ball eftir þessa upplifun. Síðustu helgi fór ég svp með Pétri, íslenskum snillingi sem er hér í sumarnáminu, Rachel og Camille frá Mexico niður í Hells Kitchen hverfið í dinner. Við fórum á stað sem heitir Southern Hospitality, veitingastaður sem Justin Timberlake á og býður upp á ekta suðurríkja-mat. Eftir á fórum við á mjög cosy vatnspípustað sem býður uppá heitt te og ávaxtatóbak. Í gær kíkti ég yfir til Brooklyn með nokkrum stelpum á matarmarkað þar sem heitir Smorgasburg og hlýtur bara að vera the yummiest place there ever is. Þar var hellingur af allskonar básum með allt sem hugurinn girnist og það er mega næs að vera þar bara í svona 5 tíma og borða bara það sem maður getur í sig látið.

Ég er viss um að þessi lífsreynsla eigi eftir að skila mér miklu í framtíðinni og allavega þroska mig og dýpka viskubrunninn hjá mér. Það að kynnast svona flottum stelpum og konum er eitthvað sem ég veit að ég mun búa vel að og það verður ómissandi tengslanet fyrir framtíðina. Núna er það bara að komast í gegnum vikuna, á fimmtudagseftirmiðdag eru prófin búin og þá fer ég í vettvangsferð á MoMa og svo útað borða niðrí Soho með my main gurl Rach og líklega einhverjum fleiri homegurls. Þangað til ætla eg bara að reyna að vera dugleg að lesa og læra, eitthvað sem ég er alls ekki í nógu góðri æfingu með, og vera dugleg að jarðtengja mig og anda djúpt. Ég ætla að reyna að viðhalda innri ró því það er mikilvægt fyrir heilsuna sem ég er búin að vinna að hörðum höndum þetta árið að halda heilbrigðri. Endilega fylgist með mér og mínum skrifum í gegnum sumarið. Og ef þið eruð að lesa þetta megiði endilega senda mér andlegan stuðning og styrk i gegnum hugsanir ykkar. Ég sendi tilbaka endalausa ást og umhyggju og mínar fallegustu hugsanir.

17 dagar í LA og ég hef eiginlega aldrei verið jafn spennt fyrir neinu hehe. Fyrst eru það midterms, 3 ritgerðarskil og svo finals. Lets go!

xoxoxo, DJ in da big apple

Stundum er ég að hanga með Pollock @ the Met. Í nýjum silkikjól frá All Saints.

Á Gov Ball Music Festival with my boy Drake.

Columbia lífið. Í hnotskurn.

Yankees Girl.

MoMa

Me n my Demoiselles

Með Gauguin , þarf einmitt að skrifa 12 blaðsíðna ritgerð um þetta yndislega fallega verk :)

gov ball style, s/o a MAIU og Free People.

GO YANKEES.

Festive Sundayz

Tourist not givin a.

Þegar ég var búin að eiga bad day klæddi ég mig upp í nýjan kjól og fór í manicure

Inga frá S-Afríku. Dinner @ Tom's burgers.

Brooklyn View.

Oh How i Do.

The Hungarian Pastry Shop á campusinu. Bestu kökur ever.

Með Rachel my homegirl að borða enn einn burgerinn.

Macarónur í Brooklyn


bottom of page