top of page

FOLLOW ME:

  • Facebook Clean Grey
  • Twitter Clean Grey
  • Instagram Clean Grey

RECENT POSTS: 

SEARCH BY TAGS: 

No tags yet.

Stuttur pistill fylltur þakklæti og ást

Vá. Síðastliðin rúma vika hefur verið aldeilis viðburðarrík hjá mér. Aldrei hefði mig einu sinni getað dreymt um hversu mögnuð viðbrögð ég er búin að fá við síðustu grein, fyrir utan kannski örfáa á kommentakerfi vísis.is en held maður eigi svosem ekkert að taka það of mikið inn á sig hehe. Það er ótrúlegt hversu marga þessi grein hafði áhrif á, ég fékk tæplega 100 einkaskilaboð á facebook þar sem margir þökkuðu meðal annars fyrir að ég hafi opnað umræðu fyrir þessi mál sem hafa svo lengi verið þögguð. Það undirstrikar bara enn frekar hversu tímabær þessi grein er og hversu mikilvægt það er að geta talað opinskátt um andleg veikindi í samfélaginu.

Ég er allavega virkilega þakklát og hjartað mitt er að springa úr ást og umhyggju gagnvart öllu þessu magnaða fólki sem ég hef heyrt frá síðan á mánudag í síðustu viku. Bókstaflega þungu fargi er af mér létt, það er ótrúlegt hvernig ég get andað léttar og reiðin og kvíðnin hefur vikið fyrir voninni. Opin umræða leiðir af sér meiri vitneskju og þar af leiðandi minni fordóma og því ætla ég að leggja mig alla fram við að hafa áhrif. Fyrsta mál á dagskrá er að taka þetta föstum tökum og ég hef nú þegar hafið leiðina að bata. Hún er líklega löng og ströng en ég hef bæði vilja og fulla trú á að þetta sé allt á réttri leið.

Ég vona að greinin hafi hjálpað allavega einhverjum til þess að finna styrk og horfast í augu við sjálfa/n sig. Margt smátt gerir eitt stórt og ég veit að saman munum við komast langt á leið með að útrýma fáfræði og fordómum í garð allra andlegra veikinda.

Endalaus ást og TAKK fyrir,

Dóra Júlía.


bottom of page